- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki leikið á Ísafirði og á Akureyri

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ekki verður hjá því komist að fresta tveimur leikjum sem stóðu fyrir dyrum í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá mótanefnd HSÍ. Annars vegar er það viðureign Harðar og FH í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla sem fram átti að fara á Ísafirði í kvöld. Hinsvegar er um að ræða leik KA og ÍBV í Olísdeild karla í KA-heimilinu. Báðir leikir áttu að hefjast klukkan 18.


Veður og ófærð kemur í veg fyrir að leikirnir tveir geti farið fram. Fyrirhugað er að leikur KA og ÍBV geti farið fram á morgun kl. 18 í KA-heimilinu.


Eftir því sem næst verður komist er enn verið að leita að degi til að koma bikarleik Harðar og FH á dagskrá. Þeirri viðureign hefur amk verið frestað í þrígang. Ljóst er þó að hvenær sem sá leikur fer fram þá þarf að hnika til næsta leik liðanna á Íslandsmótinu. Eitt er að fresta, annað er að finna leikdag.

Bikarleikur í Eyjum á morgun

Tilkynnt hefur verið að leikur ÍBV og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Coca Cola-bikar kvenna fari fram í Vestmannaeyjum á morgun. Flauta skal til leiks klukkan 18.


Ef veður kemur í veg fyrir að leikið verður í Vestmannaeyjum á morgun er hætt við að undanúrslit í Coca Cola-bikar kvenna komist í uppnám. Landsliðið kemur saman á föstudaginn til undirbúnings fyrir landsleiki 2. og 6. mars. Meðan landsliðið verður saman er ekki mögulegt að ÍBV og Stjarnan geri út um bikarkleik sínn vegna þess að bæði lið eiga leikmenn í landsliðinu.

Undanúrslit Coca Cola-bikars kvenna eiga að fara fram miðvikudaginn 9. mars og úrslitaleikurinn þremur dögum síðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -