- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara heldur kyrru fyrir hjá Haukum

Elín Klara Þorkelsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Hauka. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonan öfluga og markadrottning Olísdeildar kvenna, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Hauka.

Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Elín Klara verið burðarás í liði meistaraflokks kvenna síðustu ár og var meðal annars valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna á síðasta tímabili auk þess að vera einnig valin efnilegust í deildinni annað árið í röð. Þá var Elín Klara kjörin íþróttakona ársins í Hafnarfirði og hjá Haukum í lok síðasta árs.

Elín Klara hefur meira og minna átt sæti í A-landsliðinu í nærri tvö ár auk þess að vera í burðarhlutverkum með yngri landsliðunum.

Gleðifregnir í úrslitakeppninni

Þetta er sannarlega gleðilegar fréttir fyrir Haukafólk nú þegar úrslitakeppni Olísdeildar kvenna er nýlega hafin. Haukar standa í ströngu strax í fyrstu umferð með leikjum við Stjörnuna. Fyrsta leik liðanna lauk með öruggum sigri Hauka, 36:23. Elín Klara var markahæst í leiknum með níu mörk. Næsta viðureign liðanna verður í Hekluhöll Stjörnunnar á morgun, mánudag, og hefst klukkan 18.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -