- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ellefu marka sigur fleytti Frökkum í undanúrslit

Leikmenn franska landsliðsins kætast eftir sigur á Tékkum í Þrándheimi í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir stórsigur á Tékkum, 33:22, í Þrándheimi í kvöld. Franska landsliðið leikur í undanúrslitum við sigurliðið úr viðureign Svíþjóðar og Þýskalands sem mætast í Herning annað kvöld. Undanúrslitin verða 15. desember. Síðar í kvöld eigast við Noregur og Holland í síðari leik 8-liða úrslita mótsins í Þrándheimshluta heimsmeistaramótsins.


Frakkar voru sterkari en Tékkar frá upphafi leiksins í kvöld en tókst aldrei almennilega að hrista þá af sér í fyrri hálfleik. Munurinn var tvö mörk á liðunum að loknum 30 mínútum, 18:16.

Tékkar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks. Markið vakti upp franska liðið sem tók öll völd á leikvellinum. Liðið skoraði fimm af næstu sex mörkum og náði svo afgerandi forskoti að leikmenn tékkneska landsliðsins áttu aldrei möguleika á að snúa við blaðinu. Ofan á annað lokaði Laura Glauser marki Frakka, eða svo gott sem, varði 12 af 18 skotum í síðari hálfleik, 67%.

Estelle Minko var markahæst hjá Frökkum með fimm mörk. Alicia Toublanc og Chloé Valentini skoruðu fjögur mörk í röð.

Marketa Jerabkova skoraði sex mörk fyrir tékkneska liðið og Markta Sustackova og Veronika Malá fjögur mörk hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -