- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ellefu marka skellur

Óskar Ólafsson í vörn Drammen. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Óskar Ólafsson og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg feng skell í kvöld með liði sínu Drammen þegar það fékk meistara Elverum í heimsókn. Drammen-liðið átti aldrei möguleika gegn vel skipulögðu og reyndu liði meistaranna sem vann með 11 marka mun, 33:22. Elverum var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.

Drammen-liðinu tókst aðeins að saxa á forskotið snemma í síðari hálfleik áður en Elverum tók af skarið og stakk af.

Viktor skoraði 6 mörk í 11 skotum. Óskar hafði hinsvegar hægt um sig og tókst ekki að skora mark, átti reyndar aðeins eitt skot á markið.

Þar með getur Óskar pakkað niður í töskur og komið sér til Kaupmannahafnar en þaðan fer hann heim til Íslands til móts við aðra leikmenn íslenska landsliðsins sem mæta Litháen í undankeppni EM2022 í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld.

Staðan:

ÖIF Arendal 18(11), Elverum 16(9), Bækkelaget, 15(11), Haslum 14(11), Drammen 13(10), Runar 12(11), Nærbö 11(11), Kolstad 11(11), FyllingenBergen 10(11), Halden 6(11), Fjellhammer 6(11), Viking 5(11), Sandefjord 3(11).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -