- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn ferðaðist í lest ásamt starfsfólki HSÍ

Elvar Örn Jónsson t.v. í leiknum við Ungverja á laugardagskvöldið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór ekki í rútu með félögum sínum í íslenska landsliðinu frá Kristianstad til Gautaborgar í morgun eftir því sem mbl.is segir frá. Hann var veikur í gær og fyrrinótt og lék þar af leiðandi ekki með gegn Suður Kóreu.


Til að draga úr hugsanlegri smithættu var ákveðið að Elvar Örn yrði í slagtogi með starfs­mönn­um HSÍ sem ferðuðust með lest frá Kristianstad og komu til Gautaborgar í hádeginu.


Mbl.is hefur eftir Elvari Erni að hann sé óðum að sækja í sig veðrið af veikindunum en hann hafi verið talsvert veikur aðfaranótt sunnudagsins og á sunnudaginn. Hver veit nema að Elvar Örn verður klár í slaginn þegar íslenska landsliðið mætir landsliði Grænhöfðaeyja síðdegis á morgun í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg.

Milliriðill 2 (Gautaborg)
18.janúar:
Portúgal – Brasilía, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Ungverjaland, kl. 19.30.
20.janúar:
Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17.
Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30.
22.janúar:
Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30.
Brasilía – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -