- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn var að vanda atkvæðamikill

Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og Selfyssingur. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

MT Melsungen, með þá Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson innanborðs, vann öruggan sigur á GWD Minden á heimavelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:28. Melsungen er þar með áfram í áttunda sæti deildarinnar en stöðuna í deildinni er að finna neðst í þessari grein.


Elvar Örn var að vanda í stóru hlutverki hjá Melsungen í leiknum í kvöld. Hann skoraði fimm mörk og átti þrjá stoðsendingar. Arnar Freyr skoraði eitt mark af línunni. Elvar Örn var markahæstur hjá Melsungen ásamt Kai Häfner og Dimitri Ignatov. Mohamed Darmoul var markahæstur hjá GWD Minden með átta mörk.


Ekki gekk eins vel hjá öðru liði Íslendinga í þýsku 1. deildinni í kvöld. Gummersbach tapaði fyrir Hannover-Burgdorf á heimavelli, 34:27. Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson eitt. Guðjón Valur Sigurðsson er að vanda þjálfari Gummersbach. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem komið er upp í sjötta sæti deildarinnar.


Önnur úrslit í kvöld:
Stuttgart – HSV Hamburg 22:28.
ASV Hamm-Westfalen – Lemgo Lippe 25:30.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -