- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM 2024 hefur verið markmið okkar í þrjú ár

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari leggur Tinnu Sigurrós Traustadóttur lífsreglurnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Þessi aukavika sem við náðum eftir að Olísdeildinni lauk og fram á helgina er mjög mikilvæg fyrir okkur, ekki síst til þess að vinna í ákveðnum atriðum eins og varnarleik sem ekki er hægt að leggja nægan tíma í þegar við komum saman til örfárra æfinga skömmu fyrir leiki í undankeppni stórmóts,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is.

Undanfarna daga hefur meginþorri landsliðsins verið við æfingar hér á landi í aðdraganda tveggja síðustu leikjanna í undankeppni Evrópumótsins, gegn Lúxemborg ytra 3. apríl og heima við Færeyinga fjórum dögum síðar.

Á barmi þess að komast á EM

Kvennalandsliðið er á barmi þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í fyrsta sinn í 12 ár og þarf að lágmarki sigur úr öðrum hvorum leiknum til að ná takmarki sínu.

„Allt frá árinu 2021 þá höfum við stefnt á að tryggja okkur þátttökurétt á EM 2024. Nú erum við með möguleikann innan seilingar og ætlum okkur að ná honum með því að standa okkur mjög vel. Með sigri í Lúxemborg og að teknu tilliti til stöðunnar í öðrum riðlum þá erum við örugg um að vera komin áfram. Við verðum að klára leikinn við Lúxemborg almennilega áður en kemur að viðureigninni við Færeyinga hér heima sem mun snúast um hvort liðið hafnar í öðru sæti. Sem stendur stöndum við betur að vígi,“ sagði Arnar Pétursson sem segir landsliðið vera á réttri leið þrátt fyrir nokkrar breytingar á landsliðshópnum á milli verkefna af ýmsum ástæðum.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð4400150:848
Ísland4202107:1114
Færeyjar4202116:1024
Lúxemborg400468:1440
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -