- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Átta sigurleikir og Norðmenn Evrópumeistarar í áttunda sinn

Sigurgleði Norðmanna þegar flautað var til leiksloka. Mynd/Uros Hocevar / kolektiff
- Auglýsing -

Norska landsliðið varð Evrópumeistari kvenna í handknattleik í dag þegar það vann fráfarandi Evrópumeistara Frakka, 22:20, í úrslitaleik í Jyske Bank Arena í Herning. Noregur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10. Þetta er í áttunda sinn sem Noregur verður Evrópumeistari í handknattleik kvenna og fjórða skiptið eftir að Þórir Hergeirsson tók við sem aðalþjálfari fyrir 11 árum.

  • Þrír leikmenn norska landsliðsins, Katrine Lunde, Camilla Herrem, Marit Malm Frafjord, urðu í dag Evrópumeistarar í fimmta sinn.
  • Noregur lék átta leiki í keppninni og vann þá alla.
  • Frakkar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Veronika Kristiansen svaraði um hæl fyrir Norðmenn með tveimur mörkum.
  • Norðmenn töpuðu boltanum fjórum sinnum á fyrstu sex og hálfri mínútu leiksins sem er óvenjulegt. Liðið var með sex tapað bolta í leik þar til að úrslitaleiknum kom.
  • Grace Zaadi fékk sína aðra brottvísun eftir rúmlega 11 mínútna leik.
    Norska landsliðið komst yfir, 5:4, í kjölfarið. Það var í fyrsta sinn í leiknum sem Noregur komst yfir.
Þórir Hergirsson glaður í bragði undir leikslok. Norska landsliðið varð Evrópumeistari í dag í fjórða sinn eftir að hann tók við sem aðalþjálfari landsliðsins 2009. Mynd/ Jozo Cabraja / kolektiffimages
  • Noregur náði 3:0 kafla meðan Zaadi sat af sér aðra brottvísunina.
    Þriggja marka munur var fyrst í leiknum eftir 20 mínútur þegar Nora Mörk skoraði úr vítakasti, 9:6. Camilla Herrem kom Noregi fjórum mörk yfir skömmu síðar, 10:6.
  • Henny Reistad kom Noregi fimm mörkum yfir, 11:6, eftir liðlega 23 mínútur.
    Frakkar skiptu yfir í sjö manna sóknarleik á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks.
  • Noregur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10.
  • Silje Solberg varði 9 skot í marki Noregs í fyrri hálfleik, 47% hlutfallsmarkvarsla.
  • Amandine Leyaud, markvörður Frakka var lengi í gang en varði alls 7 skot í fyrri hálfleik, 33% hlutfallsmarkvarsla.
  • Kristiansen skoraði fyrsta mark síðari hálfleik, 15:10, eftir fjórar mínútur. Hún bætti öðru marki við í næstu sókn og hóf þar með síðari hálfleik eins og þann fyrri.
  • Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var munurinn kominn niður í tvö mörk, 16:14.
  • Alexandra Lacrabere minnkaði muninn úr vítaksti á 44. mínútu, 16:15. Franska liðið fékk möguleika á að jafnan metin nokkru síðar en ruðningur var dæmdur á sóknarmann Frakka.
  • Stine Skogrand skoraði úr vítkasti á 45. mínútu. Það var aðeins þriðja mark Norðmanna í síðari hálfleik, 17:15.
  • Fimm plús einn vörn Frakka í síðari hálfleik olli Norðmönnum miklum erfiðleikum í sókninni.
  • Grace Zaadi jafnaði metin, 17:17, úr vítakasti þegar 10 mínútur og 50 sekúndur voru til leiksloka.
  • Átta mínútum fyrir leikslok tók Þórir Hergeirsson sitt fyrra leikhlé í síðari hálfleik, staðan var jöfn, 18:18.
  • Zaadi kom Frökkum yfir, 19:18, þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4:3 sem franska liðið var yfir.
  • Zaadi fékk sína þriðju brottvísun þegar 4 mínútur og 20 sekúndur voru til leiksloka.
  • Estelle Minko jafnaði metin í kjölfarið, 20:20.
Vernoca Kristiansen og Nora Mörk fallast í faðma eftir sigurleikinn. Mynd/ Uros Hocevar / kolektiff
  • Sanne Solberg skoraði úr vinstra horni þegar ein mínúta og 50 sekúndur voru til leiksloka, 22:20 fyrir Noreg.
  • Systir hennar Solberg varði skot í næstu sókn og þar með var farið að hilla undir sigurinn.

    Mörk Noregs: Nora Mörk 4, Stine Skogrand 4, Veronica Kristiansen 4, Camilla Herrem 3, Stine Oftedal 3, Henny Reistad 2, Kari Dali 1, Sanne Charlotte Solberg-Iskasen 1.
    Varin skot: Silje Solberg 16.
    Mörk Frakklands: Pauletta Foppa 5, Laura Fippers 3, Kalidiatou Niakate 3, Grace Zaadi 3, Alexandra Lacrabere 2, Estelle Minko 1, Oceane Ugolin 1, Siraba Pavlovic 1, Pauline Coatanea 1.
    Varin skot: Cleopatre Darleux 8, Amandine Leynaud 7.
Mynd/EPA
Silje Solberg átti frábæran leik í norska markinu í úrslitaleiknum. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -