- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Danir fara í úrslitaleik við Rússa eftir stórsigur

Sandra Toft markvörður danska landsliðsins. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Danska landsliðið gjörsigraði spænska landsliðið í síðari leik dagsins á EM kvenna í handknattleik í kvöld, 34:24, í leik sem var aldrei spennandi, ekki fremur en viðureign Svartfellinga og Svía fyrr í dag. Með sigrinum heldur danska landsliðið í vonina um að ná inn í undanúrslit mótsins en til þess að þarf það að vinna Rússa í lokaumferð milliriðlakeppninnar á þriðjudagskvöld. Danir hafa nú sex stig í öðru sæti milliriðils eitt en Rússar og Frakkar hafa sjö stig hvor.

Ljóst að er danska landsliðið verður aldrei neðar en í þriðja sæti riðilsins sem þýðir í versta falli að það leikur um fimmta sætið sem veitir farseðil inn á HM eftir ár.


Spánverjar hafa valdið sjálfum sér og öðru vonbrigðum á mótinu. Eftir að hafa leikið til úrslita á HM fyrir ári síðan vonuðust Spánverjar eftir að fylgja þeim árangri eftir áður en kemur að þeim að vera gestgjafi HM að ári liðnu.
Danska liðið réði lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda og náði mest 10 marka forskoti í fyrri hálfleik með vel skipulögðu varnarleik, hraðaupphlaupum og frábærum leik Söndru Toft markvarðar. Hún var með 55% markvörslu í hálfleiknum og var valin maður leiksins þótt hún kæmi ekkert við sögu í síðari hálfleik. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17:10.Spánverjar áttu aldrei möguleika í síðari hálfleik þótt þeim tækist að minnka muninn niður í fimm mörk á kafla. Þá bætti danska liðið bara í og náði 11 marka forskoti.


Mörk Danmerkur: Mia Rej Bidstrup 6, Trine Östergaard Jensen 5, Kristina Jörgensen 4, Anne Meeta Hansen 3, Line Haugsted 3, Laura Damgaard Lund 3, Larke Nolsö Pedersen 2, Andrea Ulrikka Aagot Hansen 2, Rikke Iversen 2, Louise Katharina Burgaard 1, Mette Tranborg 1, Kathrine Heindal 1, Maibritt Toft Hansen 1.
Varin skot: Sandra Toft 12, Althea Rebecca Reinhardt 3.
Mörk Spánar: Alicia Fernandez 4, Ainhoa Hernandez 3, Carmen Martín 3, Carmen Campos 3, Marta Lopez 2, Mireya Gonzalez 2, Lara Gonzalez 2, Silvia Arderuius 1, Nerea Pena 1, Soledad Lopez 1, Kba Gassama 1, Almudena Rodriguez 1.
Varin skot: Silvia Navarro 5, Mercedes Castellanos 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -