- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Einn af stórleikjum mótsins framundan

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í dag fara fram tveir leikir í millriðli tvö á EM kvenna í handknattleik í Danmörku og verður fyrri leikurinn fyrr á dagskrá en venja er, eða klukkan 15 er Ungverjaland og Þýskaland leiða saman hesta sína. Um er að ræða fyrsta leik þýska landsliðsins í milliriðlakeppninni.

Klukkan 17.15 er komið að einum af stórleikjum mótsins. Þá mætast Noregur, með Þóri Hergeirsson við stjórnvölinn, og landslið Króatíu. Bæði lið hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og Króatar komið allra mest á óvart.

Solberg mætir til leiks

Þórir ákvað í morgun að kalla Silju Solberg, markvörð, inn í liðið í stað Rikke Granlund. Solberg hefur ekki tekið þátt í leikjum mótsins vegna þess að hún veiktist af kórónuveirunni um miðjan nóvember og var ekki orðin neikvæð við skimun fyrr en í byrjun þessa mánaðar. Solberg er þrautreyndur markvörður Evrópumeistara Györi. Fyrir er í norska landsliðinu Katrine Lunde sem hefur farið á kostum á milli stanganna í tveimur síðustu leikjum Noregs á mótinu.

Leikir dagsins í tímaröð:

Ungverland – Þýskaland, kl. 15 sýndur á RÚV
Noregur – Króatía, kl 17.15 – sýndur á RÚV2

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -