- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Mörk er markadrottning í annað sinn

Nor Mörk var markadottning EM, í úrvalsliði mótsins og Evrópumeistari. Mynd/Jozo Cabraja / kolektiff
- Auglýsing -

Norska handknattleikskonan Nora Mörk varð í gær markadrottning Evrópumótsins í handknattleik í annað sinn á ferlinum. Hin 29 ára gamla örvhenta skytta skoraði 52 mörk í átta leikjum, einu marki færra en fyrir fjórum árum þegar hún varð einnig markadrottning. Þá varð hún einnig Evrópumeistari með norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Mörk er eina konan hefur orðið markahæst á tveimur Evrópumótum. Hún varð einnig markadrottning á HM fyrir þremur árum og Ólympíuleikanna 2016.

Mörk er 29 ára gömul og leikur nú með norska meistaraliðinu Vipers Kristiansand. Hún hefur á undanförnum árum mætt miklum mótbyr á sínum ferli og m.a. orðið að fara í níu aðgerðir vegna alvarlegra meiðsla, s.s. krossbandsslita. Mörk hefur ekki látið það slá sig út af laginu til lengri tíma eins og árangurinn á EM undirstrikar.

Með landsliði Noregs hefur Mörk fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, heimsmeistari 2015 og silfurhafi 2017 auk bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Einnig var hún í gullliði Noregs á EM ungmenna 2009 og á HM árið eftir. Mörk var ekki í sigurliði Noregs á Ólympíuleiknum 2012. Auk þess hefur hún í gegnum tíðina unnið til fjölda einstaklingsverðlauna, bæði með landsliðinu og félagsliðum.

Hér fyrir neðan er farið yfir helstu tölfræðiþætti einstaklinga á EM 2020 sem lauk í Danmörku í gær. Leikmenn norska landsliðsins eru efstir á öllum listum. Mörk er m.a. í fimmta sæti yfir þær sem áttu flestar stoðsendingar i mótinu.

Markahæstar, leikjafjöldi innan sviga:
Nora Mörk, Noregi 52 (8)
Jovanka Radicevic, Svartfjal., 39 (6)
Lois Abbingh, Hollandi 35 (7)
Camilla Micijevic, Króatíu 35 (8)
Mia Rej Bidstrup, Danmörku 33 (8)
Camilla Herrem, Noregi 33 (8)
Carmen Martín, Spáni 32 (6)
Alexandra Lacraberre, Frakkl. 31 (8)
Stine Oftedal, Noregi 31 (8)
Katrin Gitta Klujber, Ungverjal. 30 (6)
Henny Reistad, Noregi 29 (8)
Daria Dimitrieva, Rússlandi 28 (7)
Anne Metta Hansen, Danm. 27 (8)
Angela Malestein, Holland 27 (7)
Cristina Neague, Rúmenía 27 (6)
Szandra Szollosi-Zacsik, Ungv. 27 (6)
Estelle Nze Minko, Frakkl. 26 (8)
Lorena Ostase, Rúmeníu 26 (5)
Jelena Desptovic, Svartfj. 25 (6)
Kelly Dulfer, Hollandi 25 (7)

Stine Oftedal gaf flestar stoðsendingar á EM 2020. Mynd/ Jozo Cabraja / kolektiff


Stoðsendingar – meðaltal í leik:
Stine Oftedal, Noregi 41 – 5,1
Cristina Neagu, Rúmeníu 29 – 4,8
Nerea Pena, Spáni 27 – 4,5
Jelena Despotovic, Svartfj. 25 – 4,2
Nora Mörk, Noregi 25 – 3,1
Lois Abbingh, Hollandi 24 – 3,4
Camilla Micijevic, Króatíu 24 – 3,0
Larissa Kalaus, Króatíu 21 – 2,6
Vladlena Bobrovnikova, Rússl. 20 – 2,9
Grace Zaadi, Frakklandi 20 – 2,5
Aniko Kovacsics, Ungverjal. 19 – 3,2
Veronika Kristiansen, Noregi 19 – 2,7
Daria Dimitrieva, Rússl. 18 – 2,6
Kelly Dulfer, Hollandi 18 – 2,6
Isabelle Gulldén, Svíþjóð 18 – 3,0
Alicia Fernandez, Spáni 17 – 2,8
Kristina Jörgensen, Danmörku 17 – 2,1
Szandra Szollosi-Zacsik, Ungv. 16 – 2,7
Kim Naidzinavicius, Þýskal. 15 – 2,5
Henny Reistad, Noregi 15 – 1,9

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska lansliðsins óskar Silje Solberg, markverði til hamingju eftir sigurleikinn á Frökkum á EM í gær. Mynd/Jure Erzen / kolektiff

Varin skot í heildina – hlutfallslega:
Silje Solberg, Noregi 88 – 41%
Cleopatre Darleux, Frakklandi 41 – 38%
Katrine Lunde, Noregi 35 – 38%
Branka Zec, Slóveníu 13 – 38%
Petra Kudlackova, Tékklandi 42 – 36%
Tea Pijevic, Króatíu 79 – 36%
Althea Reinhardt, Danmörku 24 – 35%
Sandra Toft, Danmörku 75 – 35%
Denisa Dedu, Rúmeníu 30 – 34%
Juliya Dumanska, Rúmeníu 34 – 32%
Amandine Leynaud, Frakklandi 50 – 32%
Blanka Bíró, Ungverjalandi 46 – 30%
Dinah Eckerle, Þýskalandi 51 – 30%
Jovana Risovic, Serbíu 18 – 30%
Jessica Ryde, Svíþjóð 39 – 30%
Tess Wester, Hollandi 76 – 30%
Weronika Gawlik, Póllandi 24 – 28%
Silvia Navarro, Spáni 44 – 28%
Anna Sedoykina, Rússlandi 26 – 28%
Katarina Tomasevic, Serbíu 16 – 28%

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -