- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Óstöðvandi Króatar – rússneska vélin mallar áfram

Nenad Sostaric þjálfari króatíska landsliðsins og leikmenn hans fagna í leiknum gegn Rúmenum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Króatar halda sigurgöngu sinni áfram á EM kvenna í handknattleik. Í dag lögðu þeir Rúmena að miklu öryggi, 25:20, í fyrsta leik í milliriðli tvö sem leikinn er í Kolding. Þar með eru Króatar komnir í dauðafæri við að komast í undanúrslit keppninnar enda komnir með sex stig og eiga tvo leiki eftir. Næst leika Króatar við Norðmenn á laugardag og eiga síðan í höggi við Þjóðverja í lokaumferð milliriðla á þriðjudag.

Rússar stigu einnig skref í átt í undanúslit með naumum sigri á Svartfjallalandi, 24:23, í Herning. Rússar virtust vera að tryggja sér öruggan sigur undir lokin þegar Svartfellingar bitu hressilega frá sér. Herslumuninn vantaði upp á þeim tækist að krækja í annað stigið.
Svartfellingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Rússar voru aldrei langt undan.


Staðan var jöfn í hálfeik, 13:13. Rússneska liðið tók frumkvæðið í byrjun síðari hálfleik og virtist vera að ná tökum á leiknum þegar það komst yfir, 17:16. Svartfellingar skoruðu þá þrjú mörk í röð, 19:17. Rússar jöfnuðu um hæl og þannig var staðan þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Þegar á leið áttu svartfellsku leikmennirnir fá svör við afar öflugri vörn rússneska liðsins.

Sigurdans Rússa eftir nauma sigur á Svartfellingum á EM í kvöld. Mynd/EPA


Rússar voru með þriggja marka forystu, 23:20, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hálfri mínútu síðar bætti rússneska liðið við 24. markinu eftir hraðaupphlaup. Kim Rassmussen, þjálfari Svartfellinga, tók þá leikhlé til að berja í brestina. Breytt var yfir í sjö á sex í sókninni og það skilaði nærri því öðru stiginu. Þrjú mörk í röð. Svartfellingar áttu þess kost að jafna í lokin en þrátt fyrir sókn síðustu hálfa mínútuna þá tókst þeim ekki að koma skoti á markið. Rússar fögnuðu kærkomnum en naumum sigri. Svartfellingar hafa þar með misst alla von um sæti í undanúrslitum. Lokatölur, 24:23, fyrir Rússa.


Mörk Svartfellinga: Jelena Despotovic 7, Durdina Jaukovic 5, Jovanka Radicevic 3, Ema Ramusovic 3, Majda Mehmedovic 3, Dijana Ujkic 1, Bobana Klikovac 1.
Varin skot: Marta Batinovic 9, Anastasija Babovic 2.
Mörk Rússa: Polina Vedekhina 4, Daria Samokhina 4, Olga Fomina 4, Juliia Managarova 3, Kristina Kozhokar 3, Valeriia Maslova 2, Vladlena Bobrovnikova 2, Daria Dimitieva 1 Kseniia Makeeva 1.
Varin skot: Anna Sedoykina 5, Viktoriia Kalinina 3.


Mörk Króata: Valentina Blazevic 7, Katarina Jezic 4, Larissa Kalaus 4, Camilla Micijevic 4, Dora Krsnik 2, Josipa Mamic 2, Ana Debelic 1, Andrea Simara 1.
Varin skot: Tea Pijevic 9, Lucija Besen 1.
Mörk Rúmena: Cristina Neagu 6, Eliza Buceschi 5, Lorena Ostase 3, Anca Polocoser 2, Sonia Seraficeanu 2, Ana Savu 1, Cristina Laslo 1.
Varin skot: Denisa Dedu 8, Juliya Dumanska 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -