- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Sleppa með skrekkinn eftir brot á sóttvörnum

Ambros Martín hefur tekið við þjálfun Györ. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fulltrúar fimm landsliða sem taka þátt í EM í handknattleik kvenna í Danmörku sleppa með skrekkinn eftir að hafa farið á svig við sóttvarnareglur mótsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, sendi frá sér fyrir hádegið.

Um er að ræða landslið Tékklands, Serbíu, Króatíu, Spánar og Rússlands. Er þeim bent á að fari þau, eða fulltrúar þeirra, ekki eftir settum reglum verði gripið til harðari aðgerða sem er að vísa þeim brotlegu úr keppni.

Eitt atvik hefur öðrum fremur verið í umræðunni undanfarna daga en það var þegar þjálfari rússneska landsliðsins Ambros Martín, fór út fyrir sitt mengi, rabbaði við og tók í hönd framkvæmdastjóra rússneska handknattleikssambandsins eftir kappleik rússneska landsliðsins á síðasta laugardag. Þar með þverbraut Martín sóttvarnareglur mótsins. Fyrst með því að stíga fæti upp í áhorfendastúku við leikvöllinn auk þess að taka í hönd manns utan hans mengis til viðbótar við að gefa honum fimmu þegar þeir slógu saman lófum sínum.

EHF ætlar að bregðast við með því að fjölga eftirlitsfólki á keppnisstöðum.

Alls höfðu verið tekin 3.400 kórónuveirupróf af liðunum 16 í gær eftir að þau komu til Danmerkur í síðustu viku. Af þeim hafa þrjú greinst jákvæð. Eitt hjá rúmenska landsliðinu og tvö í herbúðum serbneska landsliðsins. Tvö smitanna greindust við landamæri og eitt meðan lið var í sóttkví á hóteli áður en það hóf keppni á mótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -