Í dag og í kvöld verða leiknir sex síðustu leikirnir í milliriðlakeppni EM kvenna í handknattleik. Að þeim loknum skýrist hvaða tvö lið fylgja Normönnum Frökkum eftir í undanúrslit og hverjir mætast þar.
Í milliriðli eitt standa Frakka og Rússar best að vígi. Rússa mæta Dönum í kvöld klukkan 19.30. Aðeins eitt stig skilur þjóðirnar að, Rússum í vil. Þeim dugðir þar með með jafntefli en Danir verða að vinna. Frakkar eru öruggir áfram þótt þeir tapi þar sem þeir hafa betri stöðu í innbyrðis leikjum við Frakka og Dani.
Norðmenn verða alltaf í efsta sæti milliriðils tvö hvernig sem úrslit annarra leikja verða og jafnvel þótt þeir tapi í kvöld fyrir Ungverjum. Baráttan stendur um annað sæti á milli Króata og Þjóðverja sem mætast klukkan 17.15 í Kolding.
Króatar hafa tveggja stiga forskot á þýska liðið. Hinsvegar gætu Þjóðverjar fallið niður í fjórða sæti riðilsins með tapi vinni Hollendingar lið Rúmena. Hollenska liðið myndi þá leika um 5. sæti mótsins sem gefur þátttökurrétt á HM á næsta ári. Sá réttur hefur ekki mikið að segja fyrir Hollendinga en þeim mun meira fyrir liðið sem mætti þeim í viðureigninni um 5. sætið því það þýddi að sjötta sætið gæfi HM-farseðlinn. Hollendingar eru ríkjandi heimsmeistarar og þar af leiðandi með sjálfkrafa þátttökurétt á HM á Spáni eftir ár.
Leikir dagsins.
Milliriðill eitt:
Svartfjallaland – Spánn, kl. 15 – sýndur á ehftv.com
Frakkland – Svíþjóð, kl. 17.15 – sýndur á ehftv.com
Danmörk – Rússland, kl 19.30 – sýndur á RÚV2
Milliriðill tvö:
Holland – Rúmenía, kl. 15 – sýndur á RÚV
Króatía – Þýskaland, kl. 17.15 – sýndur á RÚV2
Ungverjaland – Noregur, kl. 19.30 – – sýndur á ehftv.com