- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Hægt og hljótt hjá Rússum

Valeriia Maslova sækir að vörn Tékka . Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rússar voru í basli með baráttuglaða Tékka en tókst að ná fram sigri, 24:22, í hægum og slökum leik í Jyske Bank Boxen í Herning í B-riðli. Um leið þá er rússneska landsliðið öruggt um sæti í milliriðlum. Tékkar lifa í voninni.

Tékkland – Rússland 22:24 (13:15)

  • Rússar hafa þar með tryggt sér sæti í milliriðlum þótt þeir eigi eftir einn leik í riðlakeppninni, gegn Svíþjóð á mánudaginn.
  • Tékkar voru með þriggja marka forskot eftir 14 mínútur, 8:5, þegar Ambros Martín þjálfari Rússland tók leikhlé og sagði sínum leikmönnum aðeins að slaka á. Þeir mættu líka vera óhræddari við að koma við leikmenn tékkneska liðsins.
  • Leikurinn var fullur af mistökum, ekki síst fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik auk þess að vera afar hægur.
  • Alls töpuðu liðin boltanum 24 sinnum í leiknum.
  • Silvia Polaskova skoraði 11. mark Tékk í leiknum og minnkað forskot Rússa í eitt mark. Þetta var hennar fyrsta mark fyrir landsliðið á alþjóðlegu stórmóti.

  • Þegar Marketa Jerabkova skoraði níunda mark Tékka þá mældist skot hennar á 115 km hraða.
  • Rússar fengu gullið tækifæri til þess að fara með fjögurra marka forskot, 16:12, inn í hálfleikshléið þegar þeir fengu hraðaupphlaup tíu sekúndum fyrir leikslok. Daria Dimitrieva átti afar fljótfærnislegt skot framhjá tékkneska markinu. Jana Knedlikova, leikmaður Vipers í Noregi, notaði tækifærið og minnkaði muninn í 15:13, úr hraðaupphlaupi fyrir Tékka á síðustu sekúndu hálfleiksins.
  • Leikklukkan í Jyske Bank Boxen í Herning stöðvaðist eftir tíu sekúndna leik í síðari hálfleik. Stutta stund tók að kom klukkunni af stað á nýjan leik.
  • Rússar voru marki yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður, 19:18. Þá var Martín þjálfari þeirra orðinn taugaóstyrkur á hliðarlínunni og byrjaður að hækka róminn verulega. Martín var rólegri þegar hann tók leikhlé tíu mínútum fyrir leikslok.
    Hann talaði spænsku og hafði túlk sér við hlið.
  • Í leikhléi í fyrri hálfleik talaði Martín ensku við leikmenn sína. Í þriðja leikhléinu, hálfri mínútu fyrir leikslok, var Martín aftur kominn yfir í enskuna. Staðan var 24:22, Rússum í vil. Hann bað leikmenn sína um að taka aðeins eina sókn. Sú sókn rann út í sandinn en Tékkum tókst ekki að minnka muninn á lokasekúndunum.
  • Petra Kudlackova varði 13 skot í marki Tékka í leiknum við Svía í fyrstu umferð. Hún hafði varið 13 skot eftir 45 mínútur gegn Rússum í dag. Hún varði alls 16 skot, var með 40% markvörslu og var valin maður leiksins.
  • Tékkar hafa aðeins skorað 45 mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Alls eru 26 ár liðin síðan Tékkar unnu Rússa síðast í kappleik í handbolta í kvennaflokki.


    Mörk Tékklands: Marketa Jerabkova 6, Jana Knedlikova 3, Silvie Polaskova 3, Hana Knasova 2, Sarka Marcikova 2, Veronka Mala 2, Sara Kovarova 1, Marketa Hurychova 1, Kmaila Kordovska 1, Petra Manakova 1.
    Varin skot: Petra Kudlackova 16.
    Mörk Rússlands: Daria Dimitrieva 3, Polina Vedekhina 3, Daria Samokhina 3, Julia Manakarova 3, Vladlena Bobrovnikova 2, Kseniia Makeeva 2, Ekaterina Ilina 2, Antonina Skorobogatchenko 2, Valeriia Maslova 2, Kristina Kozhokar 1, Olga Fomina 1.
    Varin skot: Anna Sedoykina 5, Viktoriia Kalinina 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -