- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2022: Fyrsti leikur Íslands verður gegn Portúgal

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson í leik við Portúgal á Hm í Egyptalandi í janúar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið mætir Portúgal 14. janúar í fyrstu umferð B-riðils Evrópumeistaramótsins í handknattleik samkvæmt leikjaáætlun sem Handknattleikssamband Evrópu gaf út fyrir stundu.

Tveimur dögum síðar leikur Ísland við hollenska landsliðið, sem er undir stjórn Erlings Richardssonar. Hinn 18. janúar leikur íslenska landsliðið við landslið heimamanna sem bundnar eru miklar vonir við á mótinu.

Ísland hóf einnig þátttöku á HM í Egyptalandi í janúar sl. með leik gegn Portúgal.


Allir leikir Íslands í B-riðli verða í New Budapest Arena, keppnishöll sem verið er að leggja lokahönd á. Keppnishöllin á að rúma 20.200 áhorfendur í sæti, og var sérstaklega ráðist í byggingu hennar vegna Evrópumeistaramóts karla.

Fréttin var uppfærð eftir að EHF staðfesti leikjaniðurröðun B-riðils.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -