- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Hetjuleg barátta í síðari hálfleik nægði ekki

Íslenska landsliðið, U17 ára kvenna, á Evrópumótinu í Svartfjallalandi í ágúst. Flestar ef ekki allar stúlkurnar í liðinu eru í æfingahópi 18 ára landsliðsins. Mynd/HF Montenegro/Stefan Ivanovic
- Auglýsing -

Þrátt fyrir hetjulega baráttu í síðari hálfleik þá varð íslenska landsliðið að játa sig sigrað gegn Tékkum í þriðja og síðasta leik sínum í A-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, í Podgorica í dag. Lokatölur 28:22. Tékkar voru níu mörkum yfir í hálfleik, 16:7.


Ísland leikur þar með um sæti níu til sextán á mótinu eins og Tékkar. Þjóðverjar og Svartfellingar fara í átta liða úrslit.

Næsti leikur íslenska liðsins verður við Sviss á þriðjudaginn áður en Svíar taka við daginn eftir.

Upphafsmínútur fyrri hálfleiks voru hreinasta martröð fyrir íslensku stúlkurnar. Hver sóknin rann út í sandinn á fætur annarri. Tékkar skoruðu hvað eftir annað eftir hraðaupphlaup og voru komnir með sjö marka forskot, 8:1, eftir níu mínútur. Aðeins tókst að rétt við íslensku skútuna þegar á leið hálfleikinn. Níu marka munur var í hálfleik, 16:7.

Íslenska liðið lagið ekki árar bát þrátt fyrir slæma stöðu. Liðið skoraði sex fyrstu mörk síðari hálfleiks. Tékkar voru komnir í mestu kröggur, jafnt í vörn sem sókn. Tvisvar gat íslenska liðið minnkað muninn í tvö mörk, í síðara skiptið í stöðunni 18:21 þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Tækifærið gekk liðinu úr greipum svo að lokaspretturinn var Tékka þótt íslensku stúlkurnar legðu allt í sölurnar.


Mörk Íslands: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Arna Karítas Eiríksdóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 3, 18,7% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 2, 15,3% – Sif Hallgrímsdóttir 1, 20%.

EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -