- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Kvöddu mótið með stórsigri – myndir

Leikmenn U17 ára landsliðsins fagna eftir leik á EM í fyrra. Einhverjar stúlknanna verða vafalaust í U18 ára landsliðinu á HM í Kína í sumar. Mynd/HF Montenegro
- Auglýsing -

Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu í handknattleik luku þátttöku sinni á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi í morgun á sömu nótum og þær hófu mótið, þ.e. á sigri. Þær lögðu landslið Norður Makedóníu með níu marka mun eftir að hafa farið á kostum meirihluta leiksins. Lokatölu, 34:25, eftir að forskot íslenska liðsins var tvö mörk að loknum fyrri hálfleik.


Ísland hafnaði þar með i 15. sæti mótsins, tveir sigurleikir, fimm töp, og mikill lærdómur og reynsla fyrir leikmenn af þátttöku sinni á fyrsta stórmóti landsliða ef undan er skilið Opna Evrópumót 16 ára landsliða í Gautaborg sumarið 2022 sem nokkrar úr liðinu tóku þátt í.


Leikurinn hófst nokkuð erfiðlega í morgun hjá íslensku stúlkunum. Leikmenn Norður Makedóníu voru með yfirhöndina framan af, skoruðu m.a. fjögur af fyrstu fimm mörkum leiksins og sjö af fyrstu 11. Hægt og bítandi unnu íslensku stúlkurnar sig inn í leikinn, ekki síst með góðum varnarleik, 5/1.

Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu íslensku stúlkurnar fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 9:11 í 14:11. Eftir það má segja að þær hafi ekki litið um öxl.

Frábær varnarleikur í síðari hálfleik sló vopnin úr höndum leikmanna Norður Makedóníu. Munurinn jókst jafnt og þétt og íslensku stúlkurnar stigu verðskuldaðan sigurdans að leikslokum í Verde Complex íþróttahöllinni í Podgorica.

Arna Karítas Eiríksdóttir var valin maður leiksins.

Mörk Íslands: Arna Karías Eiríksdóttir 6, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Ester Amíra Ægisdóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 6, 37,5% – Sif Hallgrímsdóttir 6, 30% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1/1, 100%.

EMU17: Síðustu leikirnir – dagskrá og úrslit

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -