Engin þjóð sótti um að vera gestgjafi Evrópumóts kvenna í handknattleik árið 2030 en víst er að EM kvenna árið 2032 fer fram í Danmörku, Þýskalandi og Póllandi frá 1. til 19. desember. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, útnefndi mótshalda EM karla og kvenna 2030 og 2032 á fundi í Vínarborg á laugardaginn. Stjórnendur EHF ætla að næstunni að þreifa fyrir sér um áhuga aðildaþjóða á að halda EM 2030 og leysa málið á næstu mánuðum.
Auk þess að ákveða að EM kvenna 2032 fari fram í Danmörku, Póllandi og Þýskalandi var samþykkt að EM karla 2030 verði í Danmörku, Póllandi og Tékklandi. Tveimur árum síðar verður EM karla haldið í Frakklandi og Þýskalandi.
Næstu Evrópumót:
EM kvenna 2026: Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Tékkland, Tyrkland.
EM karla 2026: Danmörk, Noregur, Svíþjóð.
EM kvenna 2028: Danmörk, Noregur, Svíþjóð.
EM karla 2028: Portúgal, Spánn, Sviss.
EM kvenna 2030: Óvíst.
EM karla 2030: Danmörk, Pólland, Tékklandi.
EM kvenna 2032: Danmörk, Pólland, Þýskaland.
EM karla 2032: Frakkland, Þýskaland.
Næstu heimsmeistaramót:
HM karla 2025: Danmörk, Króatía, Noregur.
HM kvenna 2025: Holland, Þýskaland.
HM karla 2027: Þýskaland.
HM kvenna 2027: Ungverjaland.
HM karla 2029: Frakkland, Þýskaland.
HM kvenna 2029: Spánn.
HM karla 2031: Danmörk, Ísland, Noregur.
HM kvenna 2031: Pólland, Tékkland.
Ólympíuleikar 2028: Los Angeles.
Ólympíuleikar 2032: Brisbane.