- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enn einn stórleikur Bjarka Más

Bjarki Már Elísson varð þriðji markahæstur í þýsku 1. deildinni sem lauk í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Bjarki Már Elísson skoraði 11 mörk og var markahæsti leikmaður vallarins þegar Lemgo vann Flensburg með fimm marka mun á heimavelli í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í dag, 30:25. Þetta er fyrsti sigur á Lemgo á Flensburg í níu ár.


Bjarki Már skoraði tvö af mörkum sínum úr vítaköstum. Lemgo var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.


Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Tapið leiðir til þess að Flensburg nær ekki að öðlast sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.


Bjarki Már er þar með orðinn næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 221 mark. Hann er sjö mörkum á eftir Hans Óttari Lindberg hjá Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon, leikmaður meistaraliðsins Magdeburg er þriðji með 218 mörk.


Hannover-Burgdorf vann Erlangen með eins marks mun, 28:27. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf og Ólafur Stefánsson er í sama hlutverki hjá Erlangen.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -