- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enn flísast úr þýska hópnum

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB
- Auglýsing -

Enn einn leikmaðurinn hefur fallið úr þýska landsliðshópnum í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið en þýska landsliðið fer til Egyptalands í dag. Hægri skyttan Christian Dissinger ákvað í gær að draga sig út úr hópnum. Hann er að minnsta kosti níundi leikmaðurinn af þeim 35 sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, valdi snemma í desember til hugsanlegrar þátttöku á HM.

Óheppnin hefur elt Dissinger allt þetta keppnistímabil. Hann leikur með Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu. Talsvert hefur verið um smit í kringum í liðið á leiktíðinni og hefur Dissinger m.a. sex sinnum farið í sóttkví síðan í september. M.a. var hann rétt mættur til móts við þýska landsliðið í byrjun nóvember til leikja í undankeppni EM þegar hann varð að fara til Skopje vegna smits í nærumhverfi hans þar í landi.

Dissinger sagði í gær að það hafi orðið að samkomulagi á milli hans og Alfreðs að draga sig út úr hópnum fyrir HM. Ítrekuð fjarvera frá æfingum vegna sóttkvía hafi komið niður á getu hans. Af þeim sökum verði han ekki þýska liðinu sá styrkur sem vonir stóðu til um.

Lukas Stutzke, liðsfélagi Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer HC, var valinn í þýska landsliðið í gær.

Þjóðverjar mæta Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -