- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ennþá er leitað að landsleikjum í mars

Leikmenn íslenska landsliðsins þakka fyrir stuðninginn í einum leikja EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ekki hefur tekist að festa leiki fyrir A-landslið karla í handknattleik í næsta mánuði þegar viku hlé verður gert á deildarkeppni í Evrópu vegna forkeppni Ólympíuleikanna.

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ sagði við handbolta.is í dag að unnið sé að því fá tvo landsleiki. Leit hafi staðið yfir síðustu vikur eftir að ljóst varð að íslenska landsliðið verður ekki með í forkeppni Ólympíuleikanna sem stendur yfir frá 14. til 17. mars.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur lagt mikla áherslu á að nýta tækifærið þegar landsliðið getur komið saman og þá helst bæði til æfinga og leikja.

Róbert Geir sagði HSÍ hafa haft allar klær úti en því miður sé ekkert í hendi. Nokkur landslið sem taka ekki þátt í forkeppninni ætla ekki að leika landsleiki þá daga sem landsleikjavikan stendur yfir. Möguleiki er fyrir hendi á leikjum við Svartfellinga annars vegar og Grikki hinsvegar á útivelli. Ljóst er að báðir kostir eru mjög dýrir, á það jafnt við um ferðakostnað og uppihald á leikstað.

Einnig hefur verið reynt að fá landslið heim til Íslands til leikja en það hefur heldur ekki borið árangur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -