- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er á batavegi vegna brjóskloss

Bergvin Þór Gíslason leikur ekki með Aftureldingu á næstunni. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Bergvin Þór Gíslason leikur ekki með Aftureldingu í fyrstu leikjum liðsins í Olísdeildinni eftir að keppni hefst á nýjan leik á sunnudaginn eftir hlé síðan í byrjun október. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, staðfesti fjarveru Bergvins Þórs við handbolta.is.
Að sögn Gunnars hrjáir brjósklos Bergvin Þór og hefur gert upp á síðkastið.


„Þetta eru sömu meiðsli og hann var að glíma við 2016. Hann er samt á góðum batavegi og verður vonandi klár í slaginn eftir nokkrar vikur,“ sagði Gunnar við handbolta.is.


Bergvin Þór er alls ekki eini leikmaður Aftureldingar sem á sjúkralistanum. Sveinn Andri Sveinsson gekkst undir aðgerð á hné fyrir áramót og verður ekkert meira með á tímabilinu. Eins er örvhenta stórskyttan Birkir Benediktsson úr leik. Hann sleit hásin í byrjun september. Birkir mun vera á góðum batavegi, að sögn Gunnars. Birkir mun fá þann tíma sem hann þarf til að gróa sára sinna.

Afturelding á ekki fyrsta leik á nýju ári fyrr en 28. janúar þegar Mosfellingar sækja KA heim. Þrír fyrstu leikir ársins í Olísdeild karla verða á sunnudaginn. Nánar um þá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -