- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er fimm mörkum á eftir Hönnu Guðrúnu

Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður í þjálfaratreymi Stjörnunnar á næsta keppnistímabili. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Lovísa Thompson, leikmaður Vals, hefur farið á kostum í undanförnum leikjum. Síðast í dag héldu henni engin bönd þegar Valur vann KA/Þór, 29:23, í síðustu umferð Olísdeildarinnar. Lovísa skoraði 17 mörk. Ekki er langt síðan hún skoraði 15 mörk með gegn ÍBV, einnig í 29:23 sigri Valsliðsins.


Markafjöldi Lovísu í dag er ekki met í efstu deild kvenna. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, skoraði 22 mörk 15. janúar 2011 þegar Stjarnan vann ÍR, 49:17, á heimavelli í úrvalsdeild kvenna sem þá kallaðist N1-deildin. Þar af skoraði Hanna Guðrún 14 af 27 mörkum Stjörnuliðsins í fyrri hálfleik. Þegar Hanna skoraði 22 mörkin þá taldi Morgunblaðið að um met í efstu deild væri að ræða. Engu skal slegið föstu hér í þeim efnum.

Lovísa Thompson hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Kunni vel við sig á móti ÍR

Hanna Guðrún virtist kunna vel við sig í leikjum við ÍR á þessum árum því 11. nóvember 2008 skoraði hún 27 mörk fyrir Hauka í 38 marka sigri á ÍR í 16-liða úrslitum þess sem þá nefndist Eimskipsbikarinn, 52:14. Sennilega er um að ræða met í bikarleik, hvort heldur í kvenna- eða karlaflokki.


Það er sem mjög athyglisvert við árangur Lovísu í dag er hversu hátt hlutfall hún skoraði af heildarmarkafjölda Valsliðsins, 17 af 29.

Metjöfnun í Origohöllinni

Handbolta.is rekur minni til að einu sinni áður hafi leikmaður í meistaraflokki hafi skorað 17 mörk í leik á Íslandsmótinu Origohöll Valsmanna. Egill Magnússon, þáverandi leikmaður Stjörnunnar og nú FH-ingur, skoraði 17 mörk í leik gegn Val í desember 2014 í 26:23, tapi. Hlutfall Egils þá var enn hærra en hjá Lovísu í dag, þ.e. 17 af 23 mörkum.

Líklegt er að Lovísa hafi jafnað húsmetið í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -