- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er í alvöru ekki hægt að gera betur?

Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, fyrir miðri mynd ásmt Andra Berg Haraldssyni aðstoðarþjálfara. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Er í alvöru ekki hægt að gera betur?“ spyr Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkinga í Olísdeild karla í færslu á Facebook í dag. Veltir hann fyrir sér skiptingu beinna útsendinga frá leikjum Olísdeildar karla á íþróttastöðvum Stöðvar 2 sem rétthafi að útsendingum frá leikjum deildarinnar.


Jón Gunnlaugur birtir með samantekt sína um hvernig beinar útsendingar skiptast á milli félaga í Olísdeild karla frá upphafi keppnistímabilsins í september sl. fram til 17. desember. Víkingur er eina félagið sem fær engan leik í beinni útsendingu á þessu tímabili.


Afturelding fær oftast beinar útsendingar á þessu tímabili, 10 sinnum. Selfoss og ÍBV er næst með sjö útsendingar hvort félag. Þar á eftir koma Íslands- og bikarmeistarar Vals og KA með sex beinar útsendingar hvort lið.

Jovan Kukobat, markvörður Víkings, í leik á dögunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Næst fyrir ofan Víkinga er Grótta með tvo leiki í beinni útsendingu.
Jón Gunnlaugur segir rekstur íþróttafélaga yfir höfuð þungan og það létti ekki róðurinn þegar einn af gluggum þeirra að almenningi er ekki opnari en raun ber vitni um. Færslu Jón Gunnlaugs má lesa hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -