- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er í sóttkví í Zaporozhye

Savukynas Gintaras og Roland Eradze t.h. Myndin er tekin í sumar áður kórnuveiran braust út af krafti á nýjan leik. Ljósmynd/Facebook
- Auglýsing -

Allir leikmenn auk þjálfarateymis úkraínsku meistaranna Motor Zaporozhye er komnir í sóttkví eftir að smit kom upp í hópnum fljótlega eftir viðureign liðsins við ungverska liðið Veszprém í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Meðal þeirra sem er í sóttkví í þessum hópi er Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og og nokkurra liða. Eradze tók við starfi aðstoðarþjálfara hjá úkraínska meistaraliðinu í sumar.

„Ég er í sóttkví en hef það ágætt miðið við aðstæður. Alls eru 14 leikmenn auk þjálfarateymisins í sóttkví um þessar mundir,“ sagði Roland í skilaboðum til handbolta.is í morgun. Hann sagði ennfremur að kórónuveirusmit væru útbreidd í Úkraínu eins og hér á landi.

Savukynas Gintaras, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og fleiri liða hér á landi, er aðalþjálfari Motor.

Vegna veikinda og sóttkvíar í leikmannahópi Motor Zaporozhye hefur leik liðsins við Kiel í Meistaradeild Evrópu verið frestað. Til stóð að leikurinn færi fram í Kiel í Þýskalandi á næsta miðvikudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -