- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er úr leik út leiktíðina

Martha Hermannsdóttir lyftir bikarnum sem KA/Þór vann í haust í Meistarakeppni HSÍ. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Hin þrautreynda handknattleikskona, Martha Hermannsdóttir leikur ekkert meira með KA/Þór á þessari leiktíð. Hún er meidd á hæl og munu meiðslin vera svo slæm að ekki er von til þess að Martha mæti út á handknattleiksvöllinn fyrir lok keppnistímabilsins eftir því sem Vísir.is greinir frá.


Þetta er mikið áfall fyrir KA/Þórs-liðið enda er Martha ein reyndasta handknattleikskona landsins um þessar mundir. Hún hefur verið kjölfesta liðsins undanfarin ár og fór fyrir liðinu í sigri þess á Fram í Meistarakeppni HSÍ í byrjun september.

Keppni í Olísdeild kvenna hefst loksins aftur í dag og fara þrír leikir fram. Viðureign Fram og ÍBV var frestað skömmu fyrir hádegið. Síðast var leikið í deildinni 26. september.
Leikir dagsins eru eftirfarandi:

Origo-höllin: Valur – Stjarnan kl. 13.30.
Kórinn: HK – FH kl. 13.30.
Schenker-höllin: Haukar – KA/Þór kl. 16.
Framhús: Fram – ÍBV – frestað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -