- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erfiður rekstur en ekki 30 milljóna skuldir á Selfossi

- Auglýsing -

„Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“,” segir Þórir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Selfoss í samtali við Visir.is í morgun. Kveikja orða Þóris eru fullyrðingar sem komu fram í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar í fyrrakvöld.

„Þetta er bara kjaftæði“

Í þættinum er því haldið fram að handknattleiksdeild Selfoss sé komin að fótum fram. Hún skuldi 30 milljónir króna og að ákveðnum leikmönnum hafi verið tilkynnt að þeir megi yfirgefa félagið eftir keppnistímabilið. „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir í fyrrgreindu samtali við Vísi.is og aftekur að framundan sé rýmingasala vegna þess að draga þurfi saman seglin.

Úrræði ríkisins hafi hrokkið skammt

Þórir segir reksturinn vera erfiðan eins og hjá mörgum öðrum deildum og félögum enda hafi kórónuveirufaraldurinn leikið íþróttafélög landsins grátt eins og margra aðra. Skuldirnar séu ekki 30 milljónir eins og haldið hafi verið fram í þættinum. Tap vegna faraldursins sé mikið en Þórir vill ekki nefna tölur í því sambandi í samtali við Vísir.is. Úrræði ríkisins hafi hrokkið skammt.

Getur orðið nokkurra ára klafi

„Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar forsendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir Haraldsson formaður handknattleikdeildar í samtali við Vísi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -