- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur hættir í vor – eftirmanns er leitað

Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Erlingur Birgir Richardsson hættir þjálfun karlaliðs ÍBV í handknattleik þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Þetta staðfestir Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir í kvöld.


Ekki liggur fyrir hver tekur við starfinu af Erlingi sem þjálfað hefur ÍBV frá 2018 að þessu sinni. Leit stendur yfir þessa dagana að næsta þjálfara.

Uppfært: Á Facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að Erlingur hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum.


ÍBV lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta vori og varð bikarmeistari undir stjórn Erlings 2020.


ÍBV situr í sjöunda sæti Olísdeildar karla um þessar mundir en hefur leikið tveimur til þremur leikjum færra en önnur lið deildarinnar.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -