- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur hefur EM undirbúning á móti í Noregi

Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Lærisveinar Erlings Richardssonar í hollenska karlalandsliðinu töpuðu fyrir Noregi með 11 marka mun á fjögurra liða móti í Þrándheimi í Noregi í gær, 40:29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 20:13.


Hollenska landsliðið er með þessum leikjum að hefja undirbúning sinn fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í janúar. Hollenska liðið verður í riðli með landsliðum Ungverjalands, Íslands og Portúgals í keppninni.


Norska liðið sýndi styrk sinn í síðari hálfleik en sóknarleikur liðsins var framúrskarandi.


Kay Smits var markahæstur í hollenska liðinu með átta mörk. Dani Baijens var næstur með sex. Simen Holand Pettersen skoraði níu mörk fyrir Noreg og Kevin Gulliksen og Alexander Blonz skoruðu átta sinnum hvor. Sander Sagosen var ekki í leikmannahópi norska liðsins.
Hollenska landsliðið mætir heimsmeisturum Dana í dag.

Talsverðar breytingar

Danska og franska landsliðið er án margra sterkra leikmanna í mótinu en þeim var gefið frí að þessu sinni. Danska liðið hafði betur í viðureign liðanna í gær, 31:26, en um var að ræða fyrsta landsleik Dana og Frakka síðan þeir síðarnefndu unnu úrslitaleik þjóðanna á Ólympíuleikunum í Japan í ágúst.


Danir unnu Norðmenn á fimmtudagskvöld með þriggja marka mun, 31:28.
Emil Jakobsen fór á kostum í danska liðinu, annan leikinn í röð. Hann skoraði 10 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Magnus Saugstrup og Mathias Gidsel skoruðu fjögur mörk hvor. Elohim Prandi var markahæstur Frakka með fimm mörk, Timothey N’guessan og Dylan Nahi skoruðu fjögur mörk hvor.


Fjöldi vináttuleikja fór fram í gær. M.a. dæmdu Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson viðureign Svía og Pólverja í Kristianstad. Svíar unnu með fjögurra marka mun, 32:28.

Úrslit leikjann í gær voru eftirfarandi:
Sádi Arabía – Kúveit 29:28.
Hvíta-Rússland – Rússland 31:27.
Grænhöfðaeyjar – Svartfjallaland 29:30.

Svíþjóð – Pólland 32:28.
Katar – Íran 35:24.
Pólland B – Svíþjóð B 28:33.
Túnis – Sviss 22:28.

Króatía – Slóvenía 34:31.
Egyptaland – Norður Makedónía 31:26.
Ísrael – Ítalía 33:32.
Spánn – Rúmenía 35:31.


Forkeppni HM karla:
Finnland – Georgía 29:29.
Eistland – Bretland 34:22.

Staðan: Finnland 3 stig, Georgía 3, Eistland 2, Bretland 0.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -