- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur og félagar brjóta blað

Erlingur Richardsson er orðaður við landslið Sádi Arabíu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu halda áfram að skrifa söguna því að í kvöld komust þeir í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32:31, í síðasta leik B-riðils og fylgir þar með íslenska landsliðinu inn í milliriðla. Leikmenn Portúgal og Ungverjalands sitja eftir með sárt ennið.Sannkallað ævintýri hjá hollenska landsliðinu sem fyrirfram var talið veikast af liðunum fjórum í B-riðli en Holland er með í lokakeppni í annað sinn í sögunni. Erlingur og lærisveinar fá þar með a.m.k. fjóra leiki til viðbótar í keppninni. Það er svo sannarlega saga til næsta bæjar þegar Hollendingar standa fyrir því að senda Ungverja og Portúgala heim af stórmóti með skottið á milli lappanna.

Holland var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13. Portúgalar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og tókst að jafna metin og komast síðan yfir, 31:30, þegar skammt var til leiksloka. Hollenska liðið sem mátti tapa með einu marki, stóð pressuna. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, skoraði sigurmarkið rétt áður en leiktíminn var á enda.


Leikjadagskrá Hollands í milliriðli:
20.janúar: Holland – Frakkland.
22.janúar: Holland – Svartfjallland.
24.janúar: Holland – Danmörk.
26.janúar: Holland – Króatía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -