- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eru með bakið upp að vegg

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Alaobrg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg eru í slæmri stöðu eftir tap fyrir SönderjyskE í fyrstu viðureign liðanna í umspili um keppnisrétt í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 26:23. Leikið var á heimavelli EH Aalborg sem hóf leikinn illa og var sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:10.


EH Aalborg hafnaði í öðru sæti 1. deildar, eða B-deildar, og SönderjyskE varð í þriðja sæti.


Vinna þarf tvo leiki til þess að komast á næsta stig umspilsins þar sem sigurvegari úr þessari rimmu mætir neðsta liðinu í kjallarakeppni úrvalsdeildarinnar. Um þessar mundir stendur lið Horsens verst að vígi á þeim vígstöðvum en ekki eru öll kurl þó komin til grafar.


Sandra og samherjar sækja SönderjyskE heim á fimmtudagskvöld og verða að vinna til þess að fá oddaleik á heimavelli.


Sóknar- og varnarleikur EH Aalborg var ekki upp á það besta í fyrri hálfleik. Þótt úr rættist í síðari hálfleik var það ekki nóg til þess að snúa taflinu við. Sandra skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, og var næst markahæst í liði sínu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -