- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir mega muna sinn fífil fegri

Igor Karacic, leikmaður Vive Kielce reynir að koma skoti á markið Ludovig Fabreagas til varnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Barcelona mega muna sinn fífil fegri í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Í kvöld tapaði liðið öðru sinni á viku fyrir pólska meistaraliðinu Vive Kielce og hefur þar með leikið þrjá leiki í röð án þess að vinna leik í keppninni. Eftir því sem fróðir menn fullyrða hefur það ekki komið fyrir lið félagsins síðan keppnistímabilið 2008/2009.

Ljóst er að sú uppstokkun sem varð á liðinu í sumar hefur ekki orðið til framfara en m.a. yfirgaf Aron Pálmarsson Barcelona ásamt fleiri leikmönnum auk þjálfarans sigursæla Xavier Pascual.


Sigvaldi Björn Guðjónsson skorað tvö mörk í sigri Kielce á heimavelli á Barcelona, 29:27. Haukur Þrastarson var einnig í liði pólsku meistaranna en skoraði ekki og kom lítið við sögu. Kielce hefur þar með fimm stiga forskot á Barcelona sem er í öðru sæti riðilsins með níu stig. Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Kielce með átta mörk. Aitor Arino skoraði fimm fyrir Barcelona og var atkvæðamestur leikmanna liðsins við að skora.

Nikolaj Læsö fagnar einu af níu mörkum sínum gegn Kiel í kvöld. Landi hans, Niklas Landin, markvörður Kiel, tekur um nefið. Mynd/EPA


Í A-riðli keppninnar létu leikmenn Aalborg Håndbold það ekki stöðva sig þótt þeir hafi verið án Arons Pálmarssonar og fleiri félaga sinna. Aalborg vann þýsku meistarana frá Kiel, 35:33 á heimavelli. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn með bravör, eftir því sem næst verður komist.


Nikolaj Læsö átti stórleik fyrir Álaborgarliðið sem var vel stutt af fullu húsi áhorfenda. Læsö skoraði níu mörk í ellefu skotum. Lukas Sandell var næstur með sex mörk. Niclas Ekberg skoraði sjö og var markahæstur hjá Kiel.

Ólafur Andrés Guðmundsson og samherjar hans í franska liðinu Montpellier halda efsta sæti A-riðils. Þeir unnu Elverum á heimavelli í kvöld, 38:32. Ólafur Andrés skoraði tvö mörk. Orri Freyr Þorkelsson kom lítið við sögu og skoraði ekki mark fyrir Elverum.


Þau undur og stórmerki átti sér stað í Zageb í kvöld að PPD Zagreb vann sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í 22 mánuði þegar þeir skelltu Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 31:24.

Staðan í A og B-riðlum Meistaradeildar.

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -