- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn eru komnir upp að hlið Stjörnunnar

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

ÍBV færðist upp að hlið Stjörnunnar í þriðja til fjórða sæti Olísdeildar með 10 stig þegar Eyjamenn unnu Aftureldingu, 32:30, í síðasta leik sjöundu umferðar deildarinnar í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV og Stjarnan eiga inni leik á efstu liðin tvö, Hauka og Val, sem fram fer í TM-höllinni í Garðabæ 24. nóvember.


Afturelding er í sjötta sæti með átta stig að loknum sjö leikjum en liðið var alltaf á eftir að þessu sinni ef undan eru skildar upphafsmínúturnar. Staðan í hálfleik var 17:13, ÍBV í vil.


ÍBV með yfirhöndina allan leikinn. Þeir náðu mest sjö marka forskoti snemma í síðari hálfleik, 21:14 og 22:15.


Aftureldingarmenn náðu að saxa verulega niður forskotið undir lokin og minnstur var munurinn, 31:30. Munaði þar ekki síst um að Andri Sigmarsson Scheving markvörður hresstist verulega. Tvær klaufalegar brottvísanir á síðustu 90 sekúndum gerðu róður Aftureldingar síst auðveldari. Sigur ÍBV var sanngjarn þótt liðið hafi misst dampinn á síðustu mínútunum.

Aftureldingarliðið tapaði boltanum 19 sinnum en ÍBV í sjö skipti. Fyrir vikið fengu leikmenn ÍBV mörg hraðaupphlaup sem þeir nýttu nær undantekningarlaust. Þar með skapaðist munurinn sem lengst af var á liðunum að þessu sinni.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 7/2, Rúnar Kárason 6, Róbert Sigurðarson 5, Kári Kristján Kristjánsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Dagur Arnarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Grabríel Martinez Róbertsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 8, 21,6% – Björn Viðar Björnsson 0.
Mörk Aftureldingar: Guðmundur Bragi Ástþórsson 8/2, Þrándur Gíslason Roth 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Birkir Benediktsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Blær Hinriksson 2, Hamza Kablouti 2, Bergvin Þór Gíslason 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 11, 36,7% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2, 13,3%.

Stöðuna í Olísdeild karla er að finna hér.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBstatz.

Handbolti.is fylgdist með framvindu leiksins í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -