- Auglýsing -
ÍBV stendur vel að vígi eftir sigur á Holon HC frá Ísrael í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 41:35. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Síðari leikur liðanna verður háður í Vestmannaeyjum á morgun og hefst klukkan 16 og telst vera heimaleikur ísraelska liðsins.
Leikurinn var á í járnum í 40 mínútur í dag. Leikmenn beggja liða lögðu lítið upp úr varnarleik en voru þeim mun áhugasamari um að skora. Svo virtist sem ÍBV-liðinu ætlaði ekki að takast að hrista liðsmenn Holon HC af sér en það hafðist þegar á leið. Framliggjandi vörn ÍBV bar á köflum árangur þegar á leikinn leið. Upp úr því skapaðist forskot sem var frá fjórum og upp í sjö mörk á síðasta stundarfjórðungnum.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 10, Nökkvi Snær Óðinsson 7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Janus Dam Djurhuus 3, Dagur Arnarsson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Ísak Rafnsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Gabriel Martinez Róbertsson 2, Sveinn José Rivera 2, Elmar Erlingsson 2.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í Vestmannaeyjum í textalýsingu hér fyrir neðan.
- Auglýsing -