- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn halda tökum sínum á FH-ingum

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson sækir að vörn ÍBV í einum af leikjum liðanna í vor. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Dagur Arnarsson skoraði sigurmark ÍBV gegn FH rétt innan við þremur mínútum fyrir leikslok í viðureign liðanna í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í dag, 26:25. Þar með hefur ÍBV unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í deildinni á keppnistímabilinu. FH-ingar hafa á hinn bóginn tapað tveimur undanförnum leikjum eftir að hafa lagt Gróttu í fyrstu umferð af öryggi.


Leikurinn í Vestmannaeyjum í dag er liður í fimmtu umferð deildarinnar. Honum var flýtt vegna þátttöku FH-liðsins í Evrópubikarkeppninni síðar í þessum mánuði.


Með sigrinum halda leikmenn ÍBV áfram taki sínu á FH-ingum, taki sem þeir hafa haft um nokkurt skeið.


Dagur skoraði þrjú mörk í leiknum og það síðasta var 26. mark ÍBV en með því kom hann Eyjaliðinu þremur mörkum yfir. Leikmenn FH sóttu hart að gestgjöfum sínum á lokakaflanum en tókst aðeins að skora tvö af þeim þremur mörkum sem þá skorti til að jafna metin.


Fyrri hálfleikur var afar jafn. FH komst mest tveimur mörkum yfir áður en ÍBV tók rispu undir lokin var eins marks forskot í hálfleik, 13:12.


Vart mátti á milli liðanna sjá í síðari hálfleik þar til fáeinar mínútur voru eftir og ÍBV komst þremur mörkum yfir, 25:22, og síðan 26:23. Sautján ára piltur, Andrés Mar­el Sig­urðsson, lék stórt hlutverk á lokakaflanum þegar hann lék FH-inga grátt er hann í tvígang krækti boltanum af þeim í sókn. Skipti framlag Andrésar til leiksins miklu máli.


Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 5, Kári Kristján Kristjánsson 5/1, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Dagur Arnarsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Dánjal Ragnarsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Andrés Marel Sigurðsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 5, 26,3% – Petar Jokanovic 1, 8,3%.
Mörk FH: Birgir Már Birgisson 6, Einar Örn Sindrason 4, Egill Magnússon 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Ágúst Birgisson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Gytis Smantauskas 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.
Varin skot: Phil Döhler 11/1, 29,7% – Svavar Ingi Sigmundsson 1, 100%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla er hér.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -