KA tapaði sínum fyrsta leik í Olísdeild karla í dag í Vestmannaeyjum gegn ÍBV, 31:27. KA var marki yfir eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, 15:14. Hvort lið hefur þar með sex stig í fjórða til sjötta sæti ásamt Haukum. Valur er efstur í deildinni og einn taplaus með 10 stig.
Framan af síðari hálfleik var KA-liðið síst lakara. Eyjamenn eru hinsvegar ekki þekktir fyrir að tapa oft á heimavelli þegar kemur að handknattleik. Þeir sýndu styrk sinn á endasprettinum og unnu sanngjarnan sigur.
Dagur Arnarsson lék ekki með ÍBV vegna meiðsla. Kári Kristján Kristjánsson tók út leikbann. Einnig var Petar Jokanovic markvörður fjarri góðu gamni. Sennilega vegna meiðsla þótt handbolti.is hafi ekki fengið það staðfest.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7/2, Sveinn Jose Rivera 6, Arnór Viðarsson 4, Daniel Esteves Vieira 4, Breki Þór Óðinsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Elmar Erlingsson 3/1, Dánjal Ragnarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 7, 21,2% – Jóhannes Esra Ingólfsson 2, 66,7%.
Mörk KA: Ólafur Gústafsson 6, Ott Varik 5, Einar Rafn Eiðsson 4/2, Magnús Dagur Jónatansson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Daði Jónsson 1, Dagur Árni Heimisson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 11/1, 37,9% – Nicolai Horntvedt Kristensen 3, 21,4%.
Ýtarlegri tölfræði hjá HBStatz.
Handbolti.is fylgdist af fremsta megni með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.