- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn sýndu enga miskunn

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍBV komst upp að hlið Fram í annað til þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik með stórsigri, 43:25, á nýliðum Harðar frá Ísafirði í Vestmannaeyjum í dag. Eftir því sem fram kom í skeleggri lýsingu á ÍBVtv þá leikur sterkur grunur á að um stærsta sigur ÍBV sé að ræða í kappleik í efstu deild karla. Óhætt er að segja að miklu munar á liðunum tveimur.


ÍBV var með átta marka forskot, 23:15, eftir að hafa tekið völdin í leiknum eftir um tíu mínútur. Í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða að hálfu ÍBV-liðsins sem skoraði 20 mörk gegn tíu frá lánlausum gestunum sem eiga talsvert eftir þangað til strengir liðsins verða sæmilega stilltir. Alltént ef marka má frammistöðu liðsins í dag sem var á tíðum ekki góð. Mörg einföld mistök voru gerð sem færðu ÍBV-liðinu boltann á silfurfati hvað eftir annað.


Varnarleikurinn var slakur og skoraði ÍBV að vild og voru þrír markverðir Harðar, sem fengu að spreyta sig, ekki öfundsverðir af hlutverkum sínum. Eftir að Eyjamenn bættu varnarleik sinn í síðari hálfleik gekk sóknarleikur Harðar verr en í þeim fyrri.
Vonandi liggur leiðin upp á við hjá leikmönnum Harðar eftir þennan leik.


Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 11, Rúnar Kárason 9, Arnór Viðarsson 6, Dánjal Ragnarsson 4, Petar Jokanovic 3, Janus Dam Drjurhuus 3, Grabríel Martinez Róbertsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Ísak Rafnsson 1, Dagur Arnarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 14, Jóhannes Esra Ingólfsson 3.
Mörk Harðar: Daníel Wale Adeleye 5, Endijs Kusners 5, Jón Ómar Gíslason 4, Noah Virgil Bardou 4, Suguru Hikawa 3, Victor Manuel Iturrino 2, Sudario Eiður Carneiro 2.
Varin skot: Roland Lebedevs 7.


Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.

Ýtarlega tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.


Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -