- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn unnu sigur eftir meira en tveggja mánaða bið

Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

ÍBV lék í kvöld sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í meira en tvo mánuði þegar loksins var mögulegt að koma viðureigninni við Selfoss á dagskrá í Vestmannaeyjum. Veður setti strik í reikninginn um síðustu helgi. Í kvöld var allt til reiðu og þegar á hólminn var komið virtust Eyjamenn klárir í slaginn. Þegar upp var staðið fögnuðu þeir sigri á Selfyssingum, 33:30.

Sigurinn færði ÍBV upp í sjötta sæti, stigi upp fyrir Selfoss, auk þess sem ÍBV á nokkra leiki til góða.


ÍBV lék síðast við Val í Olísdeildinni 3. desember. Sextán dögum síðar mættust liðin aftur í hörkuleik í Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins. Síðan hafa Eyjamenn ekki gengið til móts við andstæðing á handknattleiksvellinum. Til stóð að þeir mættu Herði vestra í lok janúar veður kom í veg fyrir ferð til Ísafjarðar.


Loksins í kvöld fengu leikmenn ÍBV að sýna hvað í þeim býr á nýjan leik. Þeir ollu stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum. ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda og unnu öruggan sigur. Staðan að loknum fyrri hálfleik var, 19:15.


Fáir virtust kunna því betur að mæta til leiks aftur en Kári Kristján Kristjánsson. Hann skoraði 10 mörk í 10 skotum fyrir ÍBV, þar af þrjú úr vítaköstum. Selfyssingurinn Ísak Gústafsson kunni vel við sig í sjávarloftinu og skoraði 11 mörk í 15 skotum.

Staðan í Olísdeild karla.


Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 10/3, Janus Dam Djurhuus 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Dánjal Ragnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Elmar Erlingsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Theodór Sigurbjörnsson 1, Dagur Arnarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, 37,5% – Pavel Miskevich 5/1.

Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 11, Atli Ævar Ingólfsson 5, Sölvi Svavarsson 3, Einar Sverrisson 3, Hannes Höskuldsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Sverrir Pálsson 1, Karolis Stropus 1, Ragnar Jóhannsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 5, 21,7% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 5, 26,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -