- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn verða með þegar dregið verður á morgun

Leikmenn ÍBV fögnuðu sigri á Ragnarsmótinu í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Dregið verður í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið. Alls verða nöfn 26 liða í plastkúlum skálanna tveggja sem dregið verður upp úr. Þrjú íslensk lið taka þátt í keppninni á næsta tímabili, KA, Haukar og ÍBV. Lið ÍBV verður eitt liðanna 26 sem dregið til keppni á morgun. KA og Haukar sitja yfir þangað til í annarri umferð sem dregið verður í 20. september.


ÍBV er eitt þrettán liða í efri styrkleikaflokki og verður dregið á móti einu af liðunum í neðri styrkleikaflokkum. Styrkleikaflokkarnir tveir eru hér fyrir neðan. Leikir 1. umferðar eiga að fara fram helgarnar 10. og 11. september og 17. og 18. september.

Handbolti.is mun hafa vakandi auga á drættinum í fyrramálið.

Efri styrkleikaflokkurinn:

HC Robe ZubrTékkland
ÍBV
Apoel HCKýpur
HC BerchemLúxemborg
Spor TotoTyrklandi
HC TallinEistlandi
Maccabi Rishon-Le-ZionÍsrael
HC FiversAusturríki
RK IzvidacBosníu
HC Dragunas KlaipedaLitáen
KH KastriotiKósovó
SPD Radnicki KragujevacSerbíu
Raimond SassariÍtalíu

Neðri flokkurinn sem ÍBV dregst á móti:

Drenth Grope Hurry-UpHollandi
A.E.S.H.PyleaGrikklandi
TJ Sokol Nove VeseliTékklandi
HB DudelangeLúxemborg
Izmir BSB SKTyrklandi
Jolon HCÍsrael
HC Dinamo PancevoSerbíu
A.C. Diomidos ArgousGrikklandi
HC Dukla PragTékklandi
RK Slovenj GradecSlóveníu
HC Linz AGAusturríki
RK GrancanicaBosníu
SSV BrixenÍtalíu
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -