- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamennirnir fögnuðu sigri

Hákon Daði Styrmisson lengst t.h. ásamt nýjum samherjum, þar á meðal Elliða Snæ Viðarssyni sem er Hákoni til hægri handar. Mynd/Vfl Gummersbach
- Auglýsing -

Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson fögnuðu sigri saman í kvöld með liðsfélögum sínum í Gummersbach er þeir lögðu Lübeck-Schwartau með níu marka mun, 31:22, í fyrstu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli Gummersbach, Schwalbe-Arena að viðstöddum 1.510 áhorfendum. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.


Elliði Snær og Hákon Daði skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Gummersbach en um var að ræða fyrsta leik Hákons Daða fyrir félagið í þýsku deildarkeppninni. Hann gekk til liðs við félagið í sumar. Hákon Daði skoraði ekkert marka sinna úr vítakasti. Auk markanna fjögurra var Elliði Snær fastur fyrir í vörninni og fékk að súpa seyðið af því á 50. mínútu er honum var sýnt rautt spjald við þriðju brottvísun.


Markvörðurinn Martin Nágy, sem varð Íslandsmeistari með Val í vor, stóð í marki Gummersbach í um 16 mínútur og varði tvö skot.


Gummersbach-liðið var með þriggja marka forskot í hálfleik, 13:10. Næsti leikur liðsins verður við Eisenach á útivelli á föstudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -