- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamennirnir voru atkvæðamiklir í Nürnberg

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson létu sannarlega til sín taka í kvöld þegar lið þeirra Gummersbach vann Erlangen, 37:31, á heimavelli Erlangen í Nürnberg í þysku 1. deildinni í handknattleik.

Þeir skoruðu sjö mörk hvor og geigaði Hákon Daði ekki á skoti. Eitt marka sinna skoraði hann úr vítakasti. Hákoni Daða og Elliða Snær var vísað einu sinni af leikvelli hvorum.


Lið Gummersbach lék frábærlega í kvöld og hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. M.a. var forskot liðsins fjögur mörk eftir fyrri hálfleik, 19:15.


Lukas Blohme var markahæstur hjá Gummersbach með 11 mörk. Johannes Sellin og Christoph Steinert skoruðu sjö mörk hvor fyrir Erlangen og voru atkvæðamestir við skorun marka að þessu sinni.


Með sigrinum höfðu lærisveinar Guðjóns Vals í Gummersbach sætaskipti við Erlangen. Gummersbach er með 16 stig í áttunda sæti eftir 15 leiki eins og Melsungen í 7. sæti. Erlangen seig niður níunda sæti með stigin sín 15 eftir 16 leiki og hefur heldur fatast flugið upp á síðkastið eftir góða byrjun í haust. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.


Úrslit annarra leikja í þýsku 1. deildinni í kvöld:
Lemgo – Wetzlar 34:29.
HSV Hamburg – ASV Hamm-Westfalen 32:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -