- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar og Norðmenn kljást um sæti í milliriðli

Hákun West av Teigum og Vilhelm Poulsen leggja allt í sölurnar í dag gegn Pólverjum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni lýkur í dag í D, E og F-riðlum á Evrópumótinu í handknattleik karla í Þýskalandi. Ljóst er að Svíþjóð og Holland fara áfram úr E-riðli og Danir og Portúgalar úr F-riðli. Liðin fjögur eru með fullt hús stig eftir tvær umferðir.

Meiri spenna er í D-riðli þar sem baráttan um annað af tveimur sætunum sem veitir þátttökurétt í milliriðlum stendur á milli Færeyinga og Norðmanna.

Færeyingar leika við Pólverja sem hafa ekki náð sér á strik á mótinu og eru án stiga og fara heim á morgun. Færeyska landsliðið þarf á sigri að halda í kvöld og það nokkuð stórum til þess að eiga möguleika á öðrum sögulegum áfanga á mótinu, þ.e. að komast í milliriðil.

Barátta um stigin tvö

Slóvenar eru öruggir áfram en til þess að fara áfram með tvö stig í farteskinu áfram í milliriðlakeppni sem fram fer í Hamborg þurfa þeir að vinna Noreg. Að sama skapi verður Noregur að vinna til þess að fara áfram með stigin tvö. Jafntefli tryggir Noregi og Slóveníu sæti á næsta stigi hvernig sem leikur Færeyinga og Pólverja fer. Þá færu Noregur og Slóvenía áfram með eitt stig hvort.

Talsverð markasveifla

Vinni Færeyingar lið Póllands og Noregur tapar fyrir Slóveníu ræður heildarmarkatala hvort Færeyjar eða Noregur kemst í milliriðil. Sem stendur er Noregur með 11 mörk í plús en Færeyingar hafa þrjú mörk í mínus. Ljóst er að Færeyingar verða að vinna með átta marka mun og Norðmenn að tapa með sjö mörkum til þess að færeyska landsliðið komist áfram.

Vinni Færeyingar með sjö marka mun og Norðmenn tapa með sjö mörkum fer það lið áfram sem skorað hefur fleiri mörk.

Leikur Póllands og Færeyja hefst klukkan 17 í Mercedes Benz Arena í Berlín. Klukkan 19.30 byrjar viðureign Noregs og Slóveníu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -