- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fann það fyrir leikinn að það var sturlun í mönnum

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég lagði ákveðna vinnu fyrir strákana og þeir svöruðu með þessum leik. Varnarleikurinn var stórkostlegur og Viktor Gísli alveg rúmlega það í markinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Slóvenum, 23:18, í síðustu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Sigurinn færði íslenska liðinu efsta sæti riðilsins og fjögur stig í pokahorninu þegar milliriðlakeppnin hefst á miðvikudaginn.


„Ég skynjaði það strax í byrjun að það væri eitthvað að gerast. Það væri einhver sturlun í mönnum, eitthvað sem ég hef kallað eftir og vissi að væri fyrir hendi,“ sagði Snorri Steinn sem undirstrikaði að frammistaða Viktors Gísla Hallgrímssonar, 50% hlutfallsmarkvarsla, sýndi að hann væri í heimsklassa.

„Slóvenar eru með stórkostlegt sóknarlið þegar þeir fá tækifæri til þess að stjórna leiknum eftir eigin höfði. Þá geta þeir verið mjög erfiðir við að eiga. Þess vegna lögðum við megináherslu á að gefa þeim aldrei tækifæri til þess að komast í sitt umhverfi, leika sinn leik og það tókst,“ sagði Snorri Steinn landsliðsþjálfari sem byrjar undir eins undirbúning fyrir leikinn við Afríkumeistara Egyptalands á miðvikudag.

Lengra viðtal við Snorra Stein er í myndskeiði í þessari frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -