- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fanney Þóra skorað 10 í sigri í Eyjum

Fanney Þóra Þórsdóttir var markahæst hjá FH í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH fór upp í annað sæti Grill66-deild kvenna í dag þegar liðið lagði ungmennalið ÍBV með sjö marka mun, 28:21, í Vestmannaeyjum.

Fyrirliðinn Fanney Þóra Þórsdóttir fór fyrir FH-liðinu í leiknum og skorað 10 mörk. Hafnfirðingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og voru með m.a. með níu marka forskot , 18:9, að loknum fyrri hálfleik.

ÍR er efst í Grill66-deildinni með 17 stig eftir 10 leiki. FH er þar á eftir með 14 stig. Selfoss situr í þriðja sæti með sín 12 stig. Selfossliðið á hinsvegar tvo leiki til góða. Annar þeirra leikja fer fram annað kvöld í Sethöllinni á Selfossi þegar hið harðsnúna ungmennalið Vals mætir til leiks.

Ljóst er að eftir áramót tekur við æsilegur endasprettur á milli ÍR, FH og Selfoss um sigur í Grill66-deild kvenna.


Mörk ÍBV: Sara Dröfn Richardsdóttir 7, Þóra Björg Stefánsdóttir 5, Sara Sif Jónsdóttir 4, Ólöf María Stefánsdóttir 2, Bríet Ómarsdóttir 2, Herdís Eiríksdóttir 1.
Mörk FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 10, Emma Havin Sardarsdóttir 6, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Aþena Arna Ágústsdóttir 3, Hildur Guðjónsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Andrea Valdimarsdóttir 1, Arndís Sara Þórsdóttir 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -