- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fátt er svo með öllu illt…..

Færeyingar hafa fengið undanþágu til að leika á heimavelli í undankeppni EM í nóvember. Mynd/Facebook-síða Hondbóltssamband Føroya
- Auglýsing -

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, geta forsvarsmenn Handknattleiksambands Færeyja e.t.v. sagt í dag eftir að þeir fengu undanþágu frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, til að leika heimaleik sinn við Tékka í undankeppni EM í Færeyjum.

Á undanförnum árum hefur færeyska karlalandsliðið verið tilneytt að leika heimaleiki sína í undankeppni stórmóta utan heimalandsins og þá hefur Danmörk legið skást fyrir. Líkt og Íslendingar þá eiga Færeyingar ekki keppnishöll sem uppfyllir kröfur EHF til leikja í undankeppni stórmóta.

Í ljósi kórónuveirufaraldursins hefur EHF veitt undanþágu til að viðureign Færeyinga og Tékka í undankeppni EM fari fram í Höllinni á Hálsi við Þórshöfn miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi.

Frá þessu greinir Handknattleikssamband Færeyja á Facebook-síðu sinni í dag og segir að í ljósi faraldurs kórónuveiru hafi það orðið niðurstaða að veita undanþágu að þessu sinni.

Til stóð að leikið yrði í Árósum.

Fyrir dyrum stendur að byggja nýja keppnishöll í Þórshöfn sem uppfyllir þær kröfur sem EHF gerir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -