- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fékk tilboð frá Fredrikstad

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Mynd/Valur

Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Fredrikstad Bkl sóttust eftir starfskröftum Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara kvennaliðs Vals, á dögunum. Var því m.a. slegið upp í Fredrikstad Blad eins og sjá má á meðfylgjandi skjámynd. Vildu þeir fá Ágúst til að taka við kvennaliði félagsins í sumar en liðið situr nú í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.


Ágúst Þór vildi lítið tjá sig um málið þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í kvöld. Hann viðurkenndi þó að haft hafi verið samband við sig frá félaginu. „Ég neitaði og þar með lauk málinu af minni hálfu,“ sagði Ágúst Þór og bætti við að hans einbeiting væri alfarið á kvennalið Vals sem hann hefur þjálfað síðustu ár.


Ágúst segist ekkert hafa heyrt aftur í forráðamönnum Fredrikstad Bkl. Þeir hafi væntanlega róið á önnur mið.


Fredrikstad Bkl er eitt af rótgrónari kvennaliðum Noregs og hefur lengi verið í hópi þeirra bestu. Berglind Hansdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikmaður Vals, lék með liðinu fyrir nokkrum árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -