- Auglýsing -
- Auglýsing -

Féllu úr leik eftir vítakeppni í Minsk

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar í sænska liðinu IFK Skövde féllu í dag úr leik með minnsta mun í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Skövde tapaði fyrir SKA Minsk, 29:28, að lokinni vítakeppni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.


Fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Skövde fyrir viku lauk með jafntefli, 26:26.


Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 26:26, og eins var jafnt að loknum fyrri hálfleik, 14:14.


Bjarni Ófeigur, sem varð fyrir höfuðhöggi í fyrri viðureigninni, tók þátt í leiknum í Minsk og skoraði þrjú mörk í sjö skotum.


Þess má geta að SKA Minsk sló FH-inga, fyrri samherja Bjarna Ófeigs, úr keppni í 32-liða úrslitum í haust.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -