- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer afslappaður í leikinn á Ásvöllum

Paulo Pereira landsliðsþjálfari Portúgal. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Paulo Pereira, landsliðsþjálfari Portúgals í handknattleik karla, segist fara nokkuð afslappaður í leikinn við íslenska landsliðið í Schenker-höllinni á Ásvöllum en um er að ræða síðari leik þjóðanna í undankeppni EM.

„Við viljum að sjálfsögðu vinna en framundan er HM og við viljum búa okkur vel undir mótið og eftir sigur okkar á heimavelli þá er staða okkar í undankeppninni orðin góð og við getum einbeitt okkur meira að HM sem er á næstu grösum,“ sagði Pereira í samtali við vefmiðilinn ojogo.pt í heimalandi sínu.

„Satt að segja þá átti ég von á að vinna heimaleikinn með meiri mun en raun varð á en ýmislegt kom í veg fyrir það,“ sagði Pereira sem kom til landsins með sveit sína á fimmtudagskvöldið með sömu flugvél og það íslenska frá Amsterdam. Liðin munu svo verða á sama róli á mánudaginn þegar farið verður til Egyptalands með millilendingu á Kastrup.

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 16 á morgun í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Hann verður í beinni útsendingu RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -