- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer frá Aftureldingu til Stjörnunnar

Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Stjörnunnar kom til félagsins í sumar. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson hefur fært sig um set og skrifað undir saming við Stjörnuna til ársins 2024. Arnór Freyr kemur til félagsins frá Aftureldingu hvar hann hefur verið undanfarin þrjú ár.


Arnór er 30 ára gamall og er uppalinn hjá ÍR. Hann hefur spilað með ÍR í efstu deild, HK og Aftureldingu. Hann reyndi einnig fyrir sér í atvinnumennsku og spilaði með Randers HH í Danmörku í tvö ár áður en hann kom til Aftureldingar 2018.

„Umgjörðin, hópurinn og þjálfarateymið voru allt þættir sem heilluðu þegar kom að því að taka ákvörðun um að semja við Stjörnuna. Ég hlakka mikið til að koma inn í flottan og spennandi hóp hjá Stjörnunni,“ er haft eftir Arnóri Frey í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.


„Arnór kemur með mikla reynslu og gæði inn í Stjörnulið og mun styrkja markvarðastöðuna mikið og verður góð viðbót við markvarðateymið næstu árin. Það verður gaman að sjá þennan eðaldreng í markinu á næstu árum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -